Close

Um mig

Um mig,Bandvefslosun, Um mig

Hvers vegna fór ég að stunda bandvefslosun ?

Bandvefslosun hefur hjálpað ótal mörgum að líða betur í eigin líkama og ég er ein af þeim. Eftir að hafa lent í slysi og verið frá vinnu í 14 ár fékk ég annað tækifæri. Ég fór í fyrsta tímann minn í sjálfsnuddi árið 2014 og fann strax að þetta æfingakerfi átti mjög vel við mig. Ég fann fljótt mun og ákvað þremur árum síðar að fyrst þetta gat hjálpaða mér svona mikið þá langaði mig að taka kennararéttindi og hjálpa öðrum að líða betur. Ári síðar eða 2018 fór ég í nám og útskrifaðist sem einkaþjálfari og 2019 útskrifaðist ég sem The Roll model method kennari eða kennari í bandvefslosun. Árið 2020 ákvað ég að koma með mitt eigið æfingakerfi sem kallast Body Reroll og er það blanda af bandvefslosun og teygjum. Býð upp á tíma í bandvefslosun og þá eru tímarnir sniðnir að þörfum hvers og eins hvort um er að ræða einka eða hóptíma. Lokuð námskeið og þá bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Boltarnir sem notaðir eru í bandvefslosun eru til sölu í vefverslun.

Gefðu þér tíma og láttu þér líða betur í eigin líkama.

Hekla

ÞAÐ SEM VIÐSKIPTAVINIR OKKAR SEGJA

Ég er búinn að vera í þjálfun fyrir Laugavegshlaupið síðan í september. Þjálfunin setur mikið álag á líkamann og sérstaklega fætur og hné. Ég nota tíma í Body Reroll til að vinna á móti þessu álagi og hafa þeir reynst mér nauðsynlegir, viðhalda styrk og liðleika og hjálpa til við endurheimt. Hekla er að auki áhugasöm, fræðandi og gefur frá sér jákvæða orku sem maður tekur með sér úr hverjum tíma.

Sturla Þór Björnsson

Mikið sem ég er þakklát fyrir að hafa fundið þessa leið til að hjálpa líkamanum og að fá að kynnast þvílíku yndi sem Hekla er. Get ekki hugsað mér að sleppa þessu í minni rútínu. Mín allra bestu meðmæli.

Sæunn Sæmundsdóttir

Ég hef starfað sem þjálfari í 21 ár, þjálfað afreksfólk og verið í kringum þjálfara sem eru fremstir í heiminum i sínu fagi. Ég hef aldrei kynnst neinum þjálfara á mínum ferli sem er eins annt um sína nemendur og Hekla. Hún man öll nöfn, man eftir öllum meiðslum og fylgir árangninum og framförunum eftir betur en nokkur annar. Gæti ekki mælt meira með henni. Snillingur og fagmaður í sínu fagi.

Jón Viðar Arnþórsson

Andrea Kristbjörg Gunnarsdóttir
Tímarnir hjá Heklu eru upp á 10, ég elska tímana hennar. Hún hefur algjörlega bjargað mér. Hekla útskýrir allar æfingar mjög vel og svo er hún með svo góða nærveru. Mæli virkilega með.

Andrea Kristbjörg Gunnarsdóttir

Gefum okkur tíma

jQuery('.submit_button').click(function(){ alert("Clicked"); window.location.href="http://smashingmagazine.com"; });