Close
Call Us 8610447
Stay connected:

Body Reroll er æfingakerfi sem hjálpar þér að líða betur í eigin líkama. Þetta æfingakerfi hentar öllum, allt frá byrjendum til afreksmanna í íþróttum.

Í Body Reroll notum við bolta til að nudda auma vöðva og bandvef líkamans og gerum einnig teygjur. Bandvefur er stoðvefur sem hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr sem getur haft áhrif á hreyfigetu. Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef.

Stífni í herðablaði getur leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og lærum geta einnig haft mikil áhrif á bakið.

Body Reroll getur hjálpað til við að:

draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu,

auka hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika,

bæta líkamsstöðu,

undirbúa líkamann fyrir átök,

og draga úr streitu og flýta fyrir endurheimt.

Þetta eru rólegir tímar sem henta öllum.

 

Kennaranámið er sett upp þannig að nemendur mæta eina helgi frá kl.9:00 til 15:30 báða daga og síðan fá þeir tíma til að fara aðeins yfir efnið og koma svo aftur í klukkustund og þá velja þeir þá tímasetningu. Þetta getur verið viku síðar eða mánuði síðar því það er mjög mismunandi hvað hentar hverjum og einum.

Fyrri dagurinn er bókleg kennsla og er þá farið í staðreyndir um bandvefskerfið, uppbyggingu bandvefs, eiginleika og hlutverk. Einnig er farið í trigger punkta, líkamsvitund, hvað ber að varast, hvað þarf sérstaklega að hafa í huga því stundum erum við með stóran hóp af fólki með mjög mismunandi þarfir og þá er spurning hvernig við sinnum öllum í einu. Einnig farið í taugakerfið og flökkutaugina. Uppsetning er hugsuð þannig að nemendur fái sem bestu kennslu til að geta nýtt sér efnið til kennslu eftir útskrift.

Seinni dagurinn er verkleg kennsla og er þá farið mjög vel yfir allar æfingar og mismunandi útfærslur svo æfingarnar henti öllum.

Síðan hittir kennari nemendur þegar þeim hentar viku eða síðar eftir þessa helgi og þá er farið yfir heimavinnu og nemendur fá tækifæri til að spurja kennara ef einhverjar spurningar hafa vaknað.  Útskrift í lok tímans. Kennari er svo til staðar eftir útskrift og ef einhverjar spurningar eru þá er sjálfsagt að hafa samband.

Verð án bolta 85.000 kr

Verð með boltum 97.000 kr.

Innifalið er fullt fæði og kennsluefni sem er allt á íslensku.

Næsta námskeið er 30. og 31. október og eru 4 pláss laus á það svo verður aftur námskeið eftir áramót.

Hámark 10 nemendur á hvert námskeið.

jQuery('.submit_button').click(function(){ alert("Clicked"); window.location.href="http://smashingmagazine.com"; });