Þær hárvörur sem ég get ekki verið án !

Updated: Nov 7, 2019Færslan er ekki kostuð en ég fékk vörurnar að gjöf.


Þegar kólnar, á hársvörðurinn minn það til að þorna og þá finnst mér best að nota HEAD & HAIR HEAL frá maria nila Stockholm. Þetta einstaka sjampó og næring bjargar mér algjörlega og hefur gert síðastliðin tvö ár.

Ég byrja á því að bleyta hárið og set svo sjampóið í og nudda létt. Það er mikilvægt að leyfa því aðeins að bíða ef um þurrk eða flösu er að ræða. Síðan skola ég það úr og set næringuna í og læt hana bíða smá stund og skola síðan vel. Þessi frábæra lína frá maria nila meðhöndlar vandamál í hársverði, er bólgueyðandi, hindrar hárlos og eykur hárvöxt. Ég hef notað Heal í tvö ár núna eða frá því að Hildur Ásgeirsdóttir eigandi Skipt í miðju benti mér á og eftir það hef ég ekki þurft að nota neina aðra vöru vegna þessara vandamála. Annað sem gerist þegar kólnar snögglega er að hárið á mér verður rafmagnað. Þá set ég í mig Structure Repair maskann frá maria nila .Hann styrkir hárið, veitir því vörn gegn stöðurafmagni, nærir og inniheldur litavörn sem verndar hárið og minnkar líka líkurnar á að liturinn fölni. Ég nota þennan maska einu sinni til tvisvar í viku. Hárvörurnar frá maria nila eru allar 100% Vegan, súlfat fríar, paraben fríar og með litarvörn.Áður en ég þurrka á mér hárið spreyja ég hitavörn yfir hárið og set eins og teskeið af Curlicue Cream í það og finnst mér Quick Dry Heat Spray algjör snilld, styttir blásturstímann ásamt því verja það og næra. Verndar hárið fyrir UV geislum og umhverfisþáttum. Síðan finnst mér Styling Sprayið geggjað vegna þess að það er svo létt og auðvelt að greiða í gengum krullurnar eftir að spreyjað hefur verið yfir.

Upplýsingar um útsölustaði maria nila má finna hér á

www.regalo.is


Ég þakka Regalo hjartanlega fyrir mig.#lifestyle

102 views0 comments

Recent Posts

See All