Heilsurækt á tímum Covid...

Updated: Apr 13, 2020Hjá mér eins og mörgum sem sinna þjónustu við viðskiptavini, hefur margt breyst síðustu vikurnar og finnst mér mjög sérstakt að vera ein við tölvuna mína að kenna Foam Flex / Bandvefslosun í beinni á Facebook. Mér finnst stundum eins og ég sé ein sem ég auðvitað er þannig séð. Um leið og það varð ljóst að líkamsræktarstöðvum yrði lokað ákað ég að halda áfram kennslu og bjóða öllum að vera með endurgjaldslaust. Ég hef sérhæft mig í að leiða tíma sem hjálpa fólki að mýkja upp stirða og stífa vöðva, halda góðri líkamsstöðu,minnka streitu og auka liðleika þ.e.a.s líða betur í eigin líkama. Ég er vön að ræða við viðskiptavini og aðstoða þá eftir bestu getu en nú er þessu allt öðruvísi farið. Ég spyr hvernig fólkið hafi það í beinni útsendingu og hvernig því líði en verð að bíða þangað til að tímanum er lokið og fæ þá skilaboð frá þeim um það hvernig gekk að losa um stífa og stirða vöðva. Þetta er mjög gefandi starf og sjá framfarir hjá hverjum og einum. Ég get ekki beðið eftir að komast aftur inn í heita salinn minn í Sporthúsinu og hitta fólkið mitt aftur og bjóða nýja viðskiptavini einnig velkomna í leiðinni. Á meðan æfum við með þessu fyrirkomulagi á Facebook #bandvefslosun #bandvefslosunmedheklu #foamflexsporthusinu


Ég fékk þessi einstöku meðmæli frá viðskiptavin Sporthússins en hún er ein þeirra sem ákvað að halda áfram að stunda Foam Flex þrátt fyrir að líkamsræktarstöðunni hafi verið lokað. Ég ætla að deila þessum fallegu orðum hennar með ykkur. Ástarþakkir elsku Halla Sigrún.

Ég gef henni orðið...


Allt hefur sinn tíma og á sunnudagsmorgnum á Foam Flex tíma, sem í mínu tilfelli er eiginlega stórmerkilegt, því að hingað til hefur þurft kraftaverk til að slíta mér fram úr rúminu mínu á sunnudagsmorgnum. Hvað þá út úr húsi og inn í líkamsræktarsal.

Þegar manninum mínum og frænku hans tókst loksins að sannfæra mig um að Foam Flex væri dásamlegt og gæti ekki gert kroppnum mínum annað en gott samþykkti ég að koma í einn tíma…


Ég veit ekki hvað eru margir tímar síðan en boj ó boj hvað ég elska þessa tíma og hana Heklu!

Salurinn er hlýr og notalegur í morgunsárið, móttökurnar alltaf yndislegar og þarna rúllar maður þreytta, auma og sára vöðva undir öruggum leiðbeiningum frá Heklu og það skilar sér svo sannarlega. Aukið blóðflæði og ofsalega góðar og djúpar teygjur og maður er einhvern veginn allur mýkri og betri eftir tímann.


Stundum eru sérstakir gleði og gósentímar, góðgerðatími fyrir Bláan apríl og fleiri góðum málefnum sem vekja mikla gleði hjá þátttakendum. Það er til dæmis eitthvað extra dásamlegt við að þramma út úr líkamsræktinni með Freyju Hríspoka í hendinni.


Hekla er dásamlegur kennari sem leggur mikið á sig fyrir sitt fólk og er alltaf boðin og búin að hjálpa og leiðbeina og kennir okkur nýjar æfinga og nýja tækni. Allt skilar það sér í skælbrosandi, ný-rúlluðu fólki sem trítlar svolítið glaðara út í sunnudaginn sinn.
Halla Sigrún Gylfadóttir.


410 views0 comments