Glæsilegur viðburður Regalo og maria nila !

Færslan er ekki kostuð


Á dögunum var mér boðið í glæsilegan viðburð hjá Regalo og maria nila sem haldinn var á

Geira Smart þar sem sérfræðingar maria nila Stockholm kynntu fyrir okkur nýjungar frá maria nila og við fengum að sjá mismunandi notkunarmöguleika á þeim. Einnig var boðið upp á glæsilegan þriggja rétta vegan kvöldverð.Í forrétt var boðið upp á rauðrófutartar með heslihnetum og reyktum geitaosti.

Aðalrétturinn sem innihélt meðan annars grænkál,brokkoli og avocado.Ég er mjög spennt að segja ykkur frá þessum nýjungum en þetta eru tvær púðurvörur sem ég er búin að nota síðan á kvöldinu og algjörlega elska.
Cleansing Powder er létt púður sem hreinsar hárið án þess að þyngja og það er alveg ótrúlegt hvað maður finnur ekki fyrir þessari vöru í hárinu. Fyrir fíngert hár eins og mitt þá finnst mér þessi vara gefa mér mikla lyftingu og hún er algjörlega frábær eins og fyrir uppgreiðslur. Varan er borin í þurrt hárið. Snilld milli hárþvotta. Varan er vegan, súlfat og parabenfrí og umbúðirnar eru 100% CO2 bættar.


Cleansing powder kemur í tveimur stærðum, þetta minna eins og þið sjáið á myndinni er tilvalið í veskið og ferðalagið.

Það fer ótrúlega lítið fyrir þessari dásamlegu vöru sem hefur fylgt mér hvert sem er sl. mánuð.

Power Powder er algjörlega einstök vara og eiginlega eins og hún hafi verið hugsuð fyrir hár eins og mitt því að þetta púður gefur svo mikla lyftingu og fyllingu. Mött og falleg áferð. Spreyjað í þurrt hárið. Varan er vegan, súlfat og parabenfrí og umbúðirnar eru 100% CO2 bættar.


Það er skemmtilegt að segja frá því að viðstaddir þetta kvöld voru fyrstir til að sjá og prufa þessar nýju vörur.


Þessar vörur eiga það báðar sameiginlegt að auðvelt er að ferðast með þær og af því að þær eru ekki í vökvaformi og þá er auðvelt að ferðast með þær í handfarangri.


Við fengum ásamt nýjungunum þessar fallegu vörur að gjöf en þetta er tilvalin jólagjöf þar sem bæði yndislegt ilmkerti og hármaski koma saman í fallegri öskju.


Fyrirtækið maria nila hefur fengið viðurkenningar frá The Vegan Society, Leaping Bunny og PETA. Þau stuðla að umhverfis, náttúru og dýravernd og er fyrirtækið nefnt eftir ömmunni Mariu Nilu sem bjó til sínar eigin náttúrulegar sápur.
Ég skemmti mér mjög vel og er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að njóta í dásamlegum félagsskap og þakka hjartanlega fyrir mig.Knús og kossar


HeklaÚtsölustaði má finna á https://www.regalo.is/utsolustadir/maria-nila/

#regalofagmenn #marianilastockholm #ichoosefriendly #vegan


Ljósmyndir : Hekla Guðmunds.


121 views0 comments

Recent Posts

See All