Kolbrún Arnardóttir.

Hekla er einn gullmoli. Hef ekki hitt manneskju sem er jafn ástríðafull og viljug til að hjálpa manni,sama hvort það er bandvefslosun eða önnur heilun. Að vera hjá manneskju sem virkilega vill allt það besta fyrir mann er algjörlega einstakt og dýrmætt 

Hef svo mikila trú á henni og mæli 1000 % með henni fyrir alla!

Marta Carrasco dansari og kennari.

Að komast í Foam Flex til Heklu á sunnudagsmorgnum er dekrið mitt, að rúlla og nudda undir frábærri leiðsögn í notalegu umhverfi er dásamleg byrjun á deginum og maður fer strax að hlakka til næsta tíma. Í lokin þegar Hekla spreyjar yfir mann mismunandi ilmum er svo toppurinn, ég verð að viðurkenna að ég er vandræðalega spennt fyrir því, það er eitthvað svo dásamlegt.

              Kristjana Jónasdóttir.

                       Sjúkraþjálfari.