​Nýtt og endurbætt kerfi hefur verið tekið í notkun til að stjórna fjarþjálfun, hafðu samband ef þú átt í erfiðleikum með að tengjast eða langar að prófa.

Láttu þér líða betur í eigin líkama

Nothing to book right now. Check back soon

UM MIG

Bandvefslosun hefur hjálpað ótal mörgum að líða betur í eigin líkama og ég er ein af þeim. Eftir að hafa lent í slysi og verið frá vinnu í 14 ár fékk ég annað tækifæri. Ég fór í fyrsta tímann minn í sjálfsnuddi árið 2014 og fann strax að þetta æfingakerfi átti mjög vel við mig. Ég fann fljótt mun og ákvað þremur árum síðar að fyrst þetta gat hjálpaða mér svona mikið þá langaði mig að taka kennararéttindi og hjálpa öðrum að líða betur. Ári síðar eða 2018 fór ég í nám og útskrifaðist sem einkaþjálfari og síðan núna á síðasta ári eða 2019 útskrifaðist ég sem The Roll model method kennari eða kennari í bandvefslosun. Býð upp á tíma í bandvefslosun, Roll Model og þá eru tímarnir sniðnir að þörfum hvers og eins hvort um er að ræða einka eða hóptíma. Lokuð námskeið og þá bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Boltarnir sem notaðir eru í bandvefslosun eru til sölu í vefverslun hérna ofar á síðunni.

Láttu þér líða betur í eigin líkama.

Hekla 

HVERS VEGNA BANDSVEFSLOSUN

Bandvefslosun - Virk endurheimt ,hjálpar þér að undirbúa líkamann fyrir átök og flýtir fyrir endurheimt. Meiri styrkur - betri hreyfifærni, minni verkir og þú nærð betri stjórn á streitu. Þetta æfingaform hentar öllum hvort sem þeir hreyfa sig lítið eða mikið. Ég byrjaði að stunda sjálfsnudd / bandvefslosun árið 2014 og fann mikinn mun. Ég tók fljótlega þá ákvörðun að þetta væri það sem ég hefði áhuga á að vinna við og tók réttindi sem Foam Flex kennari 2017. Ég bætti við mig réttindum í einkaþjálfun 2018 og útskrifast núna í lok nóvember 2019 sem The Roll Model method Practitioner.