IMG_2907.JPG

Láttu þér líða betur í eigin líkama

​Hér fyrir neðan býrðu til aðgang fyrir fjarþjálfun. Þegar það er komið sendu okkur póst svo við getum opnað. 

IMG_2454.PNG.png

Næsta kennaranámskeið verður haldið helgina 15.til 16. maí 2021 og er skráning hjá hekla@bandvefslosun.is

Body Reroll 

Nýtt æfingakerfi frá Heklu Guðmunds sem samanstendur af bandvefslosun, hreyfi- og djúpteygjum og slökun.

 

Líkami þinn á skilið annað tækifæri!

 

Body Reroll er nýtt æfingakerfi sem hjálpar þér að líða betur í eigin líkama. Þetta æfingakerfi hentar öllum, allt frá byrjendum til afreksfólks í íþróttum. 

 

Í Body Reroll notum við bolta til að nudda auma vöðva og bandvef líkamans og gerum einnig teygjur. Bandvefur er stoðvefur sem hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr sem getur haft áhrif á hreyfigetu.

 

Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef.

 

Stífni í herðablaði getur leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og lærum geta einnig haft mikil áhrif á bakið. 

 

Body Reroll getur hjálpað til við að:

  • draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu,

  • auka hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika,

  • bæta líkamsstöðu,

  • undirbúa líkamann fyrir átök,

  • og draga úr streitu og flýta fyrir endurheimt.

 

Þetta eru rólegir tímar sem henta öllum. 

  • Til að bóka tíma er best að senda póst á hekla@bandvefslosun.is

    13,990 Icelandic krónur
I am enough and you are enough 🙏 Now on

UM MIG

Bandvefslosun hefur hjálpað ótal mörgum að líða betur í eigin líkama og ég er ein af þeim. Eftir að hafa lent í slysi og verið frá vinnu í 14 ár fékk ég annað tækifæri. Ég fór í fyrsta tímann minn í sjálfsnuddi árið 2014 og fann strax að þetta æfingakerfi átti mjög vel við mig. Ég fann fljótt mun og ákvað þremur árum síðar að fyrst þetta gat hjálpaða mér svona mikið þá langaði mig að taka kennararéttindi og hjálpa öðrum að líða betur. Ári síðar eða 2018 fór ég í nám og útskrifaðist sem einkaþjálfari og 2019 útskrifaðist ég sem The Roll model method kennari eða kennari í bandvefslosun. Árið 2020 ákvað ég að koma með mitt eigið æfingakerfi sem kallast Body Reroll og er það blanda af bandvefslosun og teygjum. Býð upp á tíma í bandvefslosun og þá eru tímarnir sniðnir að þörfum hvers og eins hvort um er að ræða einka eða hóptíma. Lokuð námskeið og þá bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Boltarnir sem notaðir eru í bandvefslosun eru til sölu í vefverslun hérna ofar á síðunni.

Láttu þér líða betur í eigin líkama.

Hekla 

HVERS VEGNA BANDSVEFSLOSUN

Bandvefslosun - Virk endurheimt ,hjálpar þér að undirbúa líkamann fyrir átök og flýtir fyrir endurheimt. Meiri styrkur - betri hreyfifærni, minni verkir og þú nærð betri stjórn á streitu. Þetta æfingaform hentar öllum hvort sem þeir hreyfa sig lítið eða mikið. Ég byrjaði að stunda sjálfsnudd / bandvefslosun árið 2014 og fann mikinn mun. Ég tók fljótlega þá ákvörðun að þetta væri það sem ég hefði áhuga á að vinna við og tók réttindi sem Foam Flex kennari 2017. Ég bætti við mig réttindum í einkaþjálfun 2018 og útskrifast núna í lok nóvember 2019 sem The Roll Model method Practitioner.

Hafðu samband

Hlökkum til að heyra í þér

8610447

  • White Facebook Icon

Find us on Facebook