Láttu þér líða betur í eigin líkama

UM MIG

Bandvefslosun hefur hjálpað ótal mörgum að líða betur í eigin líkama og ég er ein af þeim. Ég fór í fyrsta Foam Flex tímann minn árið 2014 og fann strax að þetta æfingakerfi átti mjög vel við mig. Ég fann fljótt mun og ákvað þremur árum síðar að fyrst þetta gat hjálpaða mér svona mikið þá langaði mig að taka kennararéttindi og hjálpa öðrum að líða betur. Ári síðar eða 2018 fór ég í nám og útskrifaðist sem einkaþjálfari og síðan núna á síðasta ári eða 2019 útskrifaðist ég sem The Roll model method kennari eða kennari í bandvefslosun.  Ég lærði förðun í Förðunarskóla Íslands árið 1996 og lauk þá ljósmynda og tískuförðun ákvað svo að bæta við mig leikhús og leikgervahönnun. Ég kenndi í Förðunarskóla Íslands í nokkur ár og hef alltaf haft áhuga á kennslu hvort sem það er í förðun eða bandvefslosun. Ég er Foam Flex kennari í Sporthúsinu í Kópavogi og kenni einnig hjá Skvassfélagi Reykjavíkur í húsnæði þeirra að Stórhöfða 17 í Reykjavík.  Býð upp á tíma í bandvefslosun, Roll Model og þá eru tímarnir sniðnir að þörfum hvers og eins hvort um er að ræða einka eða hóptíma. Lokuð námskeið og þá bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Boltarnir sem notaðir eru í bandvefslosun eru til sölu í vefverslun hérna ofar á síðunni.

Með  bestu kveðju

Hekla 

HVERS VEGNA BANDSVEFSLOSUN

Bandvefslosun - Virk endurheimt ,hjálpar þér að undirbúa líkamann fyrir átök og flýtir fyrir endurheimt. Meiri styrkur - betri hreyfifærni, minni verkir og þú nærð betri stjórn á streitu. Þetta æfingaform hentar öllum hvort sem þeir hreyfa sig lítið eða mikið. Ég byrjaði að stunda sjálfsnudd / bandvefslosun árið 2014 og fann mikinn mun. Ég tók fljótlega þá ákvörðun að þetta væri það sem ég hefði áhuga á að vinna við og tók réttindi sem Foam Flex kennari 2017. Ég bætti við mig réttindum í einkaþjálfun 2018 og útskrifast núna í lok nóvember 2019 sem The Roll Model method Practitioner.